Ekki kaupa tryggingar í dag!
Það er nánast ekki til sú vara sem ekki hefur verið seld á afslætti á Cyber Monday. Þjónusta á borð við tryggingar hafði hins vegar aldrei staðið til boða. Þangað til TM ruddist inn á sjónarsviðið með sláandi nýjung, tryggingar með afslætti í vefsölu.


hugmyndavinna
grafísk hönnun
textasmíði
framleiðsla
almannatengsl
Við hjálpuðum TM að hrista upp í tryggingamarkaðnum. Fyrst með forherferð sem hafði það að markmiði að vekja forvitni. Í kjölfarið fylgdi svo hávær og afsláttardrifin Cyber Moday herferð sem sótti innblástur í tölvugrafík níunda áratugarins og var hóflega langt frá settlegu og vinalegu útliti TM. Talsverður fjöldi fólks lét vaða og sjálfsagreiddi sig um tryggingar á hagstæðum kjörum á Cyber Monday.




