Dreifum gleðinni
Óháð því hvort pakkinn er sóttur á pósthús eða í póstbox er eitt sem aldrei breytist: Hverjum pakka Póstsins fylgir lítil saga.

hugmyndavinna
grafísk hönnun
framleiðsla
textasmíði
birtingar
Við vildum kalla fram þessa góðu tilfinningu í nýja myndefninu og með slagorðinu „Dreifum gleðinni“ í nýrri ímyndarherferð Póstsins!
Undanfarin ár hafa reynst vörumerki Póstins umtalsverð áskorun. Tæknibreytingar, lokun útibúa og endalok sendibréfa hafa reynt á rúmlega tvö hundruð ára gamalt samband Póstsins við fólkið í landinu. Á sama tíma hefur samkeppni í flutningsþjónustu pakka harðnað til muna.
Myndefnið leggur áherslu á notendur póstþjónustu og þá tilfinningu sem fylgir því að fá skemmtilegan pakka. Slagorðið „Dreifum gleðinni“ kjarnar þá tilfinningu.


Ný mörkun þar sem bleikum lit hefur verið bætt við hinn rótgróna rauða lit Póstsins er bakgrunnur herferðarinnar. Hönnun á nýju útliti fyrirtækisins auðveldar markaðssetningu og birtingar í öllum miðlum.
Það er svo gaman að gleðja. Góður pakki og ein lítil kveðja.


