Ekki humma fram af þér heilsuna
Mottumars herferðin 2023 réðst til atlögu við frestunaráráttu karla, sem hefur í mörgum tilfellum haft afdrifaríkar afleiðingar.


stefnumótun
hugmyndavinna
grafísk hönnun
textasmíði
hreyfigrafík
almannatengsl
Nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós að 50% íslenskra karla sem greindust með krabbamein höfðu fundið fyrir einkennum í þrjá mánuði eða lengur, áður en þeir leituðu til læknis. Þar af biðu 14% í meira en ár! Þessu þarf að breyta því líkur á bata eru meiri eftir því hversu snemma krabbamein greinist. Ein árangursríkasta leiðin til að ná fram hegðunarbreytingu er að nota húmor í auglýsingum. Húmor hefur afvopnandi eiginleika, vinsældir hámarka nýtingu birtinga og það er vænlegra til árangurs, sérstaklega þegar það er verið að fást við málefni karlmanna. Reynum að sjarma frekar en skipa.
Hinn hressi andi Mottumars sem auglýsingaherferðir síðustu ára hafa skapað var leiðarstefið í stefnumótun og hönnnun Mottumars 2023. Nostalgía, þekktir, elskaðir íslenskir karlmenn léku öll sín hlutverki með glæsibrag.
Með samstilltu átaki fjölda samstarfsaðila og með gleðina að vopni varð til grátbrosleg auglýsing sem náði talsverðu flugi og í markaðssetningu var skúrað út í öll horn. Sokkar seldust í bílförmum, áheit slógu öll met og Krabbameinsfélagið getur haldið áfram sínu góða starfi fyrir málefni sem snertir okkur öll.

Herferðinni var haldið á lofti allan þann tíma sem átakið varði með fjölbreyttu samfélagsmiðlaefni sem endurnýjað var í takt við úthugsaðar birtingar. Fjölmiðlaatburðir komu átakinu í fjölmiðla á réttum tíma til að tryggja öflugan endasprett.
