G-vítamín fimm ára
Ráðlagðir dagskammtar af geðræktandi ráðum fóru í umferð í fimmta sinn. Markmiðið er alltaf að koma kostum geðræktar ofar í vitund Íslendinga.


stefnumótun
grafísk hönnun
hugmyndavinna
hreyfigrafík
framleiðsla
birtingar
Að fá fólk til að hlúa að geðheilbrigði sínu er langtímaáskorun sem Geðhjálp hefur ákveðið að mæta með úthaldi og þolinmæði.
G-vítamínin hafa hingað til verið þrjátíu talsins, eitt á dag, alla daga Þorrans. Í upplýsingaofframboði samtímans getur verið snúið að koma þrjátíu atriðum í gegn og kannanir höfðu sýnt að eftirtekt var að minnka. Því var ákveðið að fækka G-vítamínunum niður í 10 og gefa hverju og einu meiri athygli.




Tekur þú G-vítamín?

Í fimmta árgangi G-vítamínanna var gefið út sérstakt Þorradagatal með tíu G-vítamínum sem hvert og eitt fékk þrjá daga til að blómstra og þroskast. Daga talið var selt í verslunum Krónunnar um allt land. Lukkudýr átaksins „Blobbinn,“ snéri aftur og nú í stuttum, talsettum auglýsingum.