Heill dagur af Aukakrónum

Aukakrónuhafar bæði söfnuðu og eyddu aukakrónum sem aldrei fyrr á hátíð endurgreiðsluafsláttarins sem Landbankinn og samstarfsaðila héldu um allt land.

Hero
Hero

hugmyndavinna

grafísk hönnun

hreyfigrafík

birtingar

Þúsundir viðskiptavina Landsbankans safna og nota Aukakrónur í hverjum mánuði, enda er það er það eitt stærsta vildarkerfi landsins. Í öllum vildarkerfum er áskorun að meðlimir upplifi virði þess að vera í kerfinu og njóti kostanna. Aukakrónudagurinn virkjar Aukakrónuhagkerfið, skapar ánægju og örvar viðskipti.

Að versla á afsláttardögum á borð við Svartan föstudag og CyberMonday hafa fyrir löngu fest sig í sessi sem hluti af kauphegðun fólks. Til að virkja bæði notendur og söluaðila brá Landsbankinn á það ráð að setja á laggirnar sérstakan Aukakrónudag þar sem gefnir voru sérstakir aukaafslættir.

Til að vekja athygli á Aukakrónudeginum voru hannaðar viðbætur við annars rótgróið útlit Aukakrónanna. Ný form og lífleg hreyfigrafík bættust í verkfæratöskuna og sönnuðu gildi sitt samstundis.

Allra fyrsti Aukakrónudagurinn

Þórunnartún 2
105 Reykjavík

TVIST á Instagram
TVIST á Facebook

Hefur þú áhuga á samstarfi?

Við erum alltaf til í gott kaffispjall

©TVIST 2012 - 2025.

Allur réttur áskilinn