Leiðin í milljón

Hversu marga hringi geta hjólin snúist? Sagan af þrautseigum bíl, eiganda hans og vegferð þeirra beggja.

Hero
Hero

hugmyndavinna

framleiðsla

textasmíði

almannatengsl

Þorri bílaauglýsinga sem sýndar eru á íslenskum miðlum eru staðfærslur á erlendu efni og gerast í erlendu umhverfi. „Leiðin í milljón“ er íslensk fram í fingurgóma.

Stundum getur verið jafn merkilegt að finna sögu, eins og að finna upp á sögu. Sagan af borgfirska sauðfjárbóndanum, Jónmundi Ólasyni og ódrepandi Skodanum hans var svo sönn og forvitnileg að hún verðskuldaði að koma fyrir sjónir almennings, á Íslandi og í Evrópu.

Í samstarfi við Erlend Sveinson og Sensor sögðum við söguna af vægast sagt endingargóðum Skoda. Við fönguðum augnablikið þar sem vinnulúinn skutbílinn skreið yfir milljón kílómetra markið. Sumir bílar eru meira en bara farartæki.

„Það myndast stundum eitthvað tog“

Jónmundur Ólason

Þórunnartún 2
105 Reykjavík

TVIST á Instagram
TVIST á Facebook

Hefur þú áhuga á samstarfi?

Við erum alltaf til í gott kaffispjall

©TVIST 2012 - 2025.

Allur réttur áskilinn