Líttu Ofar

Í byrjun árs fékk Origo lausnir, sá hluti Origo sem sér­hæfir sig í sölu og þjón­ustu á not­enda­búnaði og tækni­lausn­um, glænýtt nafn og nýja ásýnd.

Hero
Hero

mörkun

grafísk hönnun

stefnumótun

hugmyndavinna

almannatengsl

Með tilkomu eignarhaldsfélagsins Skyggnis var nauðsynlegt að að aðskilja Origo lausnir og Origo ehf. Leitast var eftir því að hafa nafnið íslenskt, stutt, einfalt í fallbeygingu og án séríslenska bókstafa. Ofar vísar til þeirrar miklu framþróunar sem er til staðar í tækniheiminum og markmiðum fyrirtækisins í þjónustu, vöruframboði og þekkingu.

Framtíðarsýn Ofar er að vera fyrsta val fyrirtækja og einstaklinga þegar kemur að tölvubúnaði og tæknilausnum.


Ofar byggir á traustum grunni sem má rekja til Skrifstofuvéla og IBM fram til ársins 1992 þegar Nýherji varð til. Árið 2018 sameinaðist Nýherji félögunum Applicon og TM Software undir nafni Origo. Vörumerki Ofar á að geta unnið vel með 150 heimsþekktum vörumerkjum á borð við Lenovo, Canon, Bose og Sony.

Myndmerki Ofar er grafískt og vinalegt ot á að endurspegla bæði traustan grunn og ferska nálgun í sölu og þjónustu á notendabúnaði og tæknilausnum.

Grunnlitur Ofar er traustvekjandi himinbláu og er liturinn tilvísun í Nýherja. Vörumerkið hefur góða breidd af ferskum stuðninslitum sem nýtast vel í grafíska áherslur og myndskreytingar til að fríska upp á myndefni.


Getum við farið ofar?

Þórunnartún 2
105 Reykjavík

TVIST á Instagram
TVIST á Facebook

Hefur þú áhuga á samstarfi?

Við erum alltaf til í gott kaffispjall

©TVIST 2012 - 2025.

Allur réttur áskilinn