Nóttin er besti tími dagsins
Það er ekki að ástæðulausu að nóttin hefur orðið tónlistarfólki og skáldum ótæmandi brunnur innblásturs. Hún er einfaldlega dularfull, seiðandi og spennandi.


hugmyndavinna
grafísk hönnun
textasmíði
framleiðsla
almannatengsl
birtingar
Nóttin tilheyrir ekki bara náttuglum heldur líka vaktavinnufólki, andvaka unglingum og riddurum götunnar. Næturherferð Póstins gefur þeim sviðið.
Á undanförnum árum hefur Pósturinn komið upp tugum póstboxa um allt land. Þau hafa þann ótvíræða kost að hægt er að nálgast sendingar allan sólarhringinn. Í þessu felst bæði sérstaða sem þarf að markaðssetja en umfram allt bætt þjónusta við viðskiptavini.
Stærri hluti samfélagsins er á ferli á nóttinni en margan grunar. Auglýsingaherferð Póstsins fléttar saman sögur fólks sem öll eiga erindi í póstbox í skjóli nætur.



Viltu með mér vaka í nótt?
