Nýir tímar í Holtagörðum

Stór breyting varð á Holtagörðum við opnun á stærstu „outletum“ landsins. Endurvekja þurfti vörumerki Holtagarða og skapa aukna vitund um verslunarkjarnann.

Hero
Hero

mörkun

grafísk hönnun

stefnumótun

hugmyndavinna

framleiðsla

Holtagarðar er nútímalegur og stílhreinn verslunarkjarni sem býður upp á þægilegt og afslappað umhverfi. 

„Outlet-in“ sem opnuðu í Holtagörðum eru svokölluð „Premium Outlet“ - verslunarrými með gæðavöru. Við vildum því forðast að gengisfella Holtagarða með notkun á orðum á borð við ÚTSALA og TILBOÐ! Við unnum að því að gera heimsóknir þangað eftirsóknarverðar, og því þurfti einnig að móta nýjan raddblæ og slagorð verslunarkjarnans.

Frískað var upp á litapalletu og áhersla lögð á að hafa hana einfalda, líflega og nútímalega. Sérsniðinn myndheimurinn sækir innblástur sinn í tískubransann og þá verslun og þjónustu sem í boði er í nýjum og endurbættum Holtagörðum.

 Nafn Holtagarða er þekkt og því var ákveðið að leyfa því að njóta sín í fáguðu leturmerki. 



Raddblær Holtagarða er mannlegur og afslappaður. Öll sem vilja versla, grúska og skoða eru velkomin í Holtagarða. „Úrval merkja á einum stað“ er slagorð sem lýsir vel þeirri sérstöðu sem Holtagarðar hafa: ótrúlegt úrval af úrvalsvörumerkjum.

Þórunnartún 2
105 Reykjavík

TVIST á Instagram
TVIST á Facebook

Hefur þú áhuga á samstarfi?

Við erum alltaf til í gott kaffispjall

©TVIST 2012 - 2025.

Allur réttur áskilinn