Reddum málinu
„Gætum við fengið að heyra eitthvað íslenskt?“ Ein leið til að bjarga íslenskri tungu frá því að falla í flokk útdauðra tungumála er að gera fólki kleift að tala við raddstýrð tæki á íslensku.

markaðsráðgjöf
hugmyndavinna
grafísk hönnun
hreyfigrafík
Málræktarverkerfið Reddum málinu varð til í samstarfi Tvist, Símans, Almannaróms og Háskólans í Reykjavík. Verkefnið snérist um að safna raddsýnum sem hægt væri að nota til að kenna tækjum og tólum að skilja íslensku. Metþátttaka var í átakinu og tóku yfir 2.700 manns þátt og yfir 360.000 raddir söfnuðust í gagnabankann.


Hvað gerir þú til að redda málinu?
