Rúllaðu upp lyfjagjöfinni

Lyfjaskömmtun hentar öllum sem taka lyf að staðaldri og vilja einfalda líf sitt, spara tíma og auka öryggi við lyfjainntöku. Lyfjaver vildi kynna kosti lyfjaskömmtunar og sýna fram á að hún hentar öllum aldurshópum.

Hero
Hero

hugmyndavinna

grafísk hönnun

textasmíði

almannatengsl

birtingar

framleiðsla

Áhersla var lögð á lyfin sjálf og í ljósi þess hvað þau eru smá að stærð þá þurfti að staðsetja myndavélina nokkuð nálægt vörunni. Lyfin voru því mynduð á fjölbreyttum grunni í höndum ólíkra einstaklinga við mismunandi aðstæður.

Framleiddar voru stuttar auglýsingar sem sýna hvað lyfjaskömmtun er einföld, örugg og þægileg. Lyfjunum er pakkað í skammta fyrir hverja inntöku og viðskiptavinur fær þau afhent í rúllu þar sem hver skammtur er sérmerktur. Hver auglýsing endar á slagorðinu „Rúllaðu upp lyfjagjöfinni“. Slagorðið nær bæði utan um sjálfa rúlluna og er einnig tilvísun í að varan einfaldar viðskiptavinum lífið.

Rétt lyf á réttum tíma

Þórunnartún 2
105 Reykjavík

TVIST á Instagram
TVIST á Facebook

Hefur þú áhuga á samstarfi?

Við erum alltaf til í gott kaffispjall

©TVIST 2012 - 2025.

Allur réttur áskilinn