Gæðamat háskóla
Gæðamat háskóla hefur allt frá árinu 2010 sinnt óháðu ytra gæðamati íslenskra háskóla með það að leiðarljósi að efla gæði og stuðla að stöðugum umbótum í háskólakerfinu á Íslandi.


grafísk hönnun
Uppfæra þurfti útlit og ásýnd vörumerkis og vefsíðu Gæðamats háskóla í takt við nýja tíma. Mikilvægt var að hanna vörumerki sem nýtist bæði á stafrænum miðlum og í prenti. Gamla myndmerkið var einungis til á ensku og því var nauðsynlegt að gera íslenska heitið sýnilegra.

Frískað var upp á letur og liti vörumerkisins og ný litapalletta innleidd. Litirnir eru allir til staðar í nýja myndmerkinu.

Myndmerkið táknar hinar ýmsu leiðir sem hægt er að fara í ferli gæðamats. Formin eru tilvísun pappír og tinda, sem vísa í hámarks gæðastaðla.

Mikilvægt var að tryggja samræmi í öllu efni, sama hvort það var á stafrænum miðlum eða í prenti.
Handbók fyrir Gæðamatið var hönnuð í nýja útlitinu og nýr vefur var hannaður. Gauti Niels Bernhardsson forritaði vefinn.





