Velkomin til Suðurnesja

Sveitarfélögin á Suðurnesjum vildu upplýsa nýja íbúa um helstu þjónustu og afþreyingu á svæðinu. Móta þurfti sniðmát og leiðarvísi um útlit og raddblæ fyrir starfsfólk Velferðarnets Suðurnesja.

Hero
Hero

hugmyndavinna

grafísk hönnun

textasmíði

almannatengsl

Hátt hlutfall nýrra íbúa á Suðurnesjum eru af erlendum uppruna. Til þess að sporna við félagslegri einangrun, þá er nauðsynlegt að ná betur til þessara hópa og upplýsa þá um alla opinbera þjónustu og afþreyingu sem er í boði.

Myndastíll, fyrirsagnaletur og öll grafík hafa vinalegan blæ og mjúka tóna. Litapalleta verkefnisins var fengin að láni frá Velferðarneti Suðurnesja.

Þar sem markhópurinn er fólk af erlendum uppruna var mikil áhersla lögð á læsileika og aðgengi. Einfalt og læsilegt mál tryggir gott aðgengi að upplýsingum, sérstaklega fyrir íbúa af erlendum uppruna. Allar upplýsingar á vef skulu fylgja viðurkenndum stöðlum fyrir blinda og sjónskerta.

Raddblærinn rímar við útlit verkefnisins. Hann er einfaldur, vinalegur og þjónustulundaður. Lögð var áhersla á að forðast skal "stofnanalegan" tón eins og heitan eldinn.

Þórunnartún 2
105 Reykjavík

TVIST á Instagram
TVIST á Facebook

Hefur þú áhuga á samstarfi?

Við erum alltaf til í gott kaffispjall

©TVIST 2012 - 2025.

Allur réttur áskilinn