Eitt klapp og af stað

Greiðslukerfi Strætó fékk bæði nýtt nafn og sjálfstætt vörumerki. Klappið markaði upphafið að nútímavæðingu á greiðslum fyrir strætóferðum sem er mikilvægt skref í því að efla almenningssamgöngur.

Hero
Hero

mörkun

grafísk hönnun

hugmyndavinna

textasmíði

Strætó tók skref inn í framtíðina árið 2021 með nýju greiðslukerfi. Klappið gaf tækifæri til að stækka myndheim Strætó og tengja fyrirtækið við lífstíl ungs fólks á framabraut, sem erlendis eru stórnotendur almenningssamgangna. Fullt bjartsýni gaf kerfið fögur fyrirheit um uppfærslur á borð við snertilausar greiðslur, greiðsluþak og fjölbreyttari leiðir til að greiða um borð.

Hvað er klappelsínugult og kemur þér um borð?

Þórunnartún 2
105 Reykjavík

TVIST á Instagram
TVIST á Facebook

Hefur þú áhuga á samstarfi?

Við erum alltaf til í gott kaffispjall

©TVIST 2012 - 2025.

Allur réttur áskilinn