Piparkökuskýli Krónunnar
Ein girnilegasta umhverfisgrafík sem sést hefur við götur og stræti höfuðborgarsvæðisins. Hugmynd sem var heilmikið ves í smíðum en niðurstaðan framar vonum.


hugmyndavinna
grafísk hönnun
framleiðsla
Krónan lagði upp með að auðvelda fólki lífið í aðdraganda jólanna undir merkjum „Ekkert ves í des”. Herferðinn var ferskur andvari inn í aðventuna sem oft á tíðum einkennist af amstri og hlaupum. Jólin 2021 var ákveðið að taka töfra jólanna enn lengra og færa tvö strætóskýli í algjöran hátíðarbúning.
Piparkökuskýlið hlaut tilnefningu til Lúðursins í flokki umhverfisgrafíkur

